Hvernig getur hiti og kæling hjálpað þér?

Hvernig getur hiti og kæling hjálpað þér?

Listen to article
Audio is generated by DropInBlog's AI and may have slight pronunciation nuances. Learn more

Lengi vel hafa verið skiptar skoðanir um það hvort virki betur að kæla eða hita þegar kemur að endurheimt líkamans og hvaða aðferð þykir sú besta. En hvað ef við segðum þér að kæling og hiti virka best saman ef þessar meðferðir eru notaðar rétt og notaðar á réttum augnablikum!

Í fyrri grein var farið yfir það hvernig kæling virkar og hvernig þú getur notað kælingu til þess að aðstoða þig við endurheimt líkamans. Þú getur lesið betur um virkni kælingu hér. Í þessari grein hins vegar er ætlunin að hjálpa þér að skilja betur hvernig hiti virkar á líkamann og hvernig þú getur notað hita og kælingu saman til þess að hjálpa þér!

Kuldi Sleeve - kæling

Í stuttum orðum virkar kæling þannig að hún þrengir æðar líkamans og þar af leiðandi minnkar blóðflæði tímabundið á meðan meðferðinni stendur. Hitameðferð hinsvegar víkkar æðar líkamans og þar af leiðandi eykur hún blóðflæðið tímabundið á meðan meðferð stendur. 

Með því að víkka æðar líkamans með hitanum og þar af leiðandi auka blóðflæðið á meðferðarsvæðið getur þú astoðað líkamann við að losa um stífleika og einnig við endurheimtarferlið. Hiti getur þess vegna einnig virkað sem verkjastillandi lausn fyrir vöðva ef að verkir eru vegna stífleika eða skorts á hreyfigetu vegna stífleika. Með auknu blóðflæði á meðferðasvæðið ert þú að tryggja að líkaminn sé að gera við sig sjálfur vegna þess að með meira blóðflæði koma meiri bólgur sem eru einmitt nauðsynlegar til þess að hjálpa líkamanum að losa sig við allt ''ruslið''. Þetta er allt partur af hringrásakerfinu sem blóðflæði líkamans sér um. Með blóði fá vöðvar til dæmis alla sína nauðsynlegu næringu og tekur blóðið við ''ruslinu'' frá vöðvunum og kemur því á réttan stað. Þetta hringrásakerfið virkar hins vegar ekki alltaf 100% þegar hinar ýmsu fyrirstöður eru til staðar og þarf þetta hringrásarkerfi oft á aðstoð að halda. 

En hvernig veistu hvort þú átt að nota hita eða kælingu?

Best er að nota þessar meðferðir saman og er þumalputta reglan sú að gott er að nota hita fyrir hreyfingu og kælingu eftir hreyfingu. En þessi þumalputta regla er frekar einföld og fyrir bestu útkomuna þegar miklar bólgur eru til staðar getur verið gott að nota kælingu og hita til skiptis nokkrum sinnum eftir hreyfingu! 

Hér að neðan eru nokkrir punktar til þess að einfalda þér notkun á kælingu og hita saman:

  • Hægt er að nota hita til þess að hita upp vöðva fyrir hreyfingu til þess að losa um stífleika þeirra og þar af leiðandi auka hreyfigetuna í hreyfingunni.
  • Hiti víkkar æðar og eykur þannig blóðflæði.
  • Kuldi þrengir æðar og minnkar þannig blóðflæði.
  • Best er að nota kælingu fyrst eftir hreyfingu og síðan hita. Þetta má endurtaka eins oft og þú vilt eftir hreyfingu til þess að hjálpa úthreinsunarkerfi líkamans eða hringrásarkerfinu.
  • Varast skal að nota kælingu fyrir æfingar þar sem það getur aukið áhættuna á meiðslum með minni hreyfigetu vöðva.
  • Kæling minnkar sársauka með því að deyfa skyntaugar líkamans.
  • Hiti getur minnkað sársauka í vöðvum út frá stífleika.

Hvernig getur þú notfært þér Kulda til þess að líða betur í líkamanum?

  • Með því að veita þreyttum vöðvum slökun eftir amstur dagsins.
  • Koma í veg fyrir óþarfa bólgumyndun með því að minnka blóðflæðið á meðferðarsvæðinu.
  • Hjálpa til við úthreinsunarferlið með því að kæla og hita/hreyfa þig til skiptis.
  • Minnkað verki með því að deyfa sársaukan á meðan kælingu stendur.
  • Hjálpað þreyttum vöðvum að ná slökun fyrir svefninn svo þú hvílist betur.
  • Minnkað blóðflæði og hita á meiðslasvæðum til að koma í veg fyrir of mikinn skaða sökum bólgu.
  • Minnkað streitu og stress með því að veita slökun á álagssvæðin okkar.

kæling og hiti

Kuldi getur þess vegna verið afar hjálplegt tól sem auðvelt er að grípa í og nota við alls konar eymslum og kvillum eins og:

Taugaverkjum

Þreytuverkjum

Þreyttum vöðvum

Þreyttum liðamótum

Verkjum vegna stífleika

Bakverkjum

Höfuðverkjum

Tíðaverkjum

Bólguverkjum

Bólgusjúkdómum

Ýttu hér til að næla þér í eintak og hefja þitt endurheimtar ferðalag!

« Til baka í yfirit