Um Kulda – Kuldi.com

Um Kulda

FRYSTA - KÆLA - NJÓTA

Netverslunin www.kuldi.com er rekin af Heilsu ehf.

Kt.: 680188-1229
📧 Pantanir/upplýsingar: heilsa@heilsa.is
📞 Sími: 533 3232
📦 Vöruhús: Bæjarflöt 1, 112 Reykjavík

 

Kuldi er íslenskt vörumerki í eigu Heilsu ehf. síðan 2025. Kuldi var stofnað árið 2021 af Sveini Gunnari Björnssyni (kírópraktor), Evert Víglundssyni (CrossFit þjálfara), og Elíasi Guðmundssyni (athafnamanni). Vörumerkið var upphaflega þróað með það að markmiði að bjóða íþróttafólki og öðrum virkum einstaklingum sem stunda útivist og hreyfingu upp á árangursríkar, notendavænar kælivörur til að draga úr bólgum, álagsmeiðslum og verkjum. 

Kælivörur Kulda eru frábrugðnar hefðbundnum kælipokum – þær leka ekki, eru sveigjanlegar og þægilegar í notkun. Vörurnar sameina hreyfanleika, þægindi og einfaldleika og eru hannaðar til að styðja við líkamlega endurheimt, verkjastjórnun og vellíðan eftir daglegt álag, æfingar, meiðsli eða aðgerðir.

Heilsa hefur frá 1973 verið leiðandi dreifingaraðili heilsuvara á Íslandi og stefnir markvisst að því að efla heilsu og vellíðan landsmanna með traustum, snjöllum og framsæknum lausnum líkt og Kulda vörunum. 

 

Kuldi.com

Um stofnendur Kulda:

 

Sveinn Gunnar Björnsson

Doctor of Chiropractic frá Life University í Atlanta, GA.
Sveinn þróaði snemma með sér áhuga á líkamsstarfsemi og endurheimt eftir eigin reynslu af langvarandi verkjum og bakslysi. Þessi reynsla leiddi hann til nákvæmrar sérhæfingar í líkamsmeðferð og forvörnum. Meðal viðbótarnáms: Professional Applied Kinesiology, Graston, sogskálameðferð, kinesiotaping, FMS og TPI réttindi. Sveinn er einn af frumhönnuðum Kulda og brennur fyrir lausnum sem bæta hreyfingu og vellíðan á áhrifaríkan hátt.

 

Evert Víglundsson

CrossFit þjálfari og líkamsþróunarsérfræðingur
Evert er ættaður frá Húsavík og hefur alla tíð haft djúpan áhuga á hreyfingu og líkamsstarfsemi. Ástríða hans liggur í bestun – að hjálpa fólki að ná hámarksvirkni í líkama og huga. Sú sýn hefur mótað hlutverk hans í þróun og kynningu Kulda. Evert veit af eigin reynslu að Kulda vörurnar geta skipt sköpum í daglegu lífi og þjálfun.

 

Elías Guðmundsson

Frumkvöðull og áhugamaður um heilsu og lífsstíl
Elías kynntist Sveini og Evert á þeim tíma sem hann var að byggja upp veitingastaðinn Gló. Þar kviknaði sterk tenging og sameiginleg sýn á bættan lífsstíl. Hann varð fljótt hluti af Kulda teyminu og hefur gegnt lykilhlutverki í mótun viðskiptamódels og stefnu vörumerkisins. Elías sér Kulda sem mikilvægan hlekk í heilsumeðvituðu líferni.