Kuldi Sleeve kynnir ofur hjóla parið Hafstein og Maríu

Kuldi Sleeve kynnir ofur hjóla parið Hafstein og Maríu

Listen to article
Audio is generated by DropInBlog's AI and may have slight pronunciation nuances. Learn more

Kuldi Sleeve fékk þann heiður að mynda þetta yndislega hjólapar fyrir stuttu og kynnast þeim örlítið betur. Þau Haffi og María hafa verið að nota Kulda Sleeve frá fyrstu próto týpunni enda bæði reynt íþróttafólk sem má sjaldan vera að því að sitja kyrr. Þau keppa í hjólreiðum bæði hérlendis og erlendis ásamt því að stunda fleiri íþróttir eins og taekwondo, skíði, siglingar og endlaust af einhverjum teygjum og styrk eins og Hafsteinn orðar það. Hafsteinn og María eru þess vegna þraulreynd í íþróttaheiminum og hafa kynnst mikilvægi þess að huga að endurheimt líkamans.

Við fengum þetta ofur hjóla par til þess að svara nokkrum spurningum um tilveruna, hjóla lífið og hvernig þau nota Kulda Sleeve vöruna:

Hver eru Haffi og María?

Haffi er úr Skerjafirði og María frá Ísafirði, hittumst á hjólinu fyrir 10 árum og Hafsteinn varð skotinn í Maríu þegar hann vissi að hún gæti hjólað 100km. 

Hvað eruð þið búin að hjóla lengi?

H: byrjaði að æfa hjólreiðar 31 Desember 2003

M: Síðan 2008

Afhverju byrjuðuð þið að hjóla?

H: Til að fá hreyfingu með siglingum og svo útiveru þar sem hægt er að skoða mun stærra svæði en á tveim jafnfljótum

M: Ég er skíðastelpa og langaði að stunda úti íþrótt sem ég hefði jafn gaman af og skíðunum. 

Kuldi Sleeve kynnir hjólreiðamannin Hafstein Geirsson

Uppáhalds maturinn ykkar?

H: Pizza er í miklu uppáhaldi akkúrat núna.

M: Matur sem er eldaður fyrir mig, ég er mjög þakklát fyrir góðan mat. 

Hver er ykkar helsta fyrirmynd?

H: Flott fólk sem er að gera eitthvað uppbyggilegt og skemmtilegt.

M: Ég hef aldrei átt ákveðna fyrirmynd, það eru svo margir með góða kosti kosti og ég reyni að tileinka mér það sem heillar mig í fari fólks sem verður á vegi mínum í lífinu. 

Hvað er eitthvað sem mjög fáir vita um ykkur?

H: Veit ótrúlega mikið sem skiptir engu máli.

M: Get blásið lofti út um bæði augun ef ég held fyrir nefið. 

Hvernig tónlist hlustið þið á þegar þið hjólið?

H: Allskonar, en finnst voðalega þægilegt að hlusta á Bubba.

M: Mér finnst svakalega notalegt að hlusta á ekki neitt og eru flestir hjólatúrarnir mínir þannig en Hæhæ podcast Helga og Hjálmars er í uppáhaldi. 

Skemmtilegasta hjólaleið/mót eða hjólatúr sem þið hafið farið í?

H: Dirty Kanza 2019 . Ógeðslega erfitt og langt 330km ævintýri og gaf mér svo mikið eftir á, lífsreynsla. 

M: Úff ég á svo margt uppáhalds, en fyrir mér eru það hjólatúrarnir á fjallahjólinu eða gravel þegar ég er bara einhverstaðar alveg fjarri öllu og veðrið er notalegt. 

Hvernig undirbúið þið ykkur fyrir mót?

H: Bóna hjólið mitt um leið og ég bóna Maríu hjól, borða góðan mat, sofa vel. Kannski aðeins kærulausari í seinni tíð með litlu hlutina búinn að keppa svo oft. 

M: Það þarf að græja hjólið, ákveða dekk eftir braut og færi og hafa það nýbónað og í toppstandi Hafsteinn sér nú um það fyrir mig. Annars er það að þekkja brautina, stilla æfingar og hvíldir af vikurnar og dagana fyrir, passa svefninn og næringuna bara eins og alla aðra daga. 

Kuldi Sleeve kynnir hjólreiðakonuna Maríu

Hvernig undirbúið þið ykkur fyrir æfingar?

H: Hjóla af stað, oftast enginn sérstakur undirbúningur. 

M: Það fer aðeins eftir því hvernig æfingin er, stutt/löng, erfið/auðveld, hvernig maður stýrir mataræðinu, en passa bara að vera vel nærð alla daga og borða ekki of nálægt æfingunni, þá rúllar æfingin bara inn í daginn.  

Hvernig notið þið Kuldi Sleeve? 

H: Hnén á mér eru stundum þreytt og ég fæ verki og smá bólgur eftir að ég fótbrotnaði og því nota ég Kuldi Sleeve á hverjum degi á hné og kálfa á báða fætur eftir æfingar. 

M: Á lærvöðva ofan við hné, stundum ökkla og einnig á mjóbak. 

Hverjir eru kostir Kulda Sleeve að ykkar mati? 

H: Minni óþægindi í þreyttum vöðvum/liðum eftir æfingar, svo er þetta svo hentugt, gerir það að verkum að ég kæli á hverjum degi, sem eru ráðleggingar frá lækninum mínum. 

M: Hvað þetta er handtækt, maður nennir nefnilega að nota Kulda, kæling virkar ekki nema þú kælir, og svo finnst mér þetta líka bara frískandi. 

Kostir Kulda Sleeve

 Hvað mótiverar ykkur? 

H: Gott veður, nýtt hjól og nýjar græjur.  

M: Þörfin fyrir útiveruna og þegar ég finn að skrokkurinn er í góðu standi, fílingurinn er góður á hjólinu og góða veðrið.

Hversu oft æfið þið í viku?

H: 6-7 sinnum. Svo endalaust af einhverjum teygjum og styrk.

M: Ég hjóla svona 5-7 sinnum í viku, á veturnar bæti ég svo lyftingum og sundi við. 

 

Hvað gerið þið fyrir endurheimt líkamans? 

H: Er búinn að vera íþróttamaður mjög lengi, ég set mikinn tíma í þennan hluta æfinganna, myndi segja að ég geri allt í bókinni til að flýta fyrir endurheimt. 

M: Passa upp á að borða nóg og næringarríkt, tek Unbroken alla daga, 8 tíma svefn og vildi að ég hefði kaldan pott heima en Kuldi er að redda því. 

 

Hvað er á döfinni hjá ykkur? 

H: Halda áfram að skemmta okkur á hjólinu. 

M: Ég er að fara í 5 daga fjallahjólakeppni í Sviss í Ágúst og svo vonandi í 150 km gravel keppni á Spáni í október. 

Kuldi Sleeve Þakkar Haffa og Maríu kærlega fyrir spjallið og við hlökkum til að fylgjast með þeim í framtíðinni! 

Kuldi Sleeve kynnir hjólreiðaparið Haffa og Maríu

Kynntu þér málið og verslaðu Kulda Sleeve hér!

« Til baka í yfirit