Spurt og svarað - KULDI SLEEVE

Spurt og svarað - KULDI SLEEVE


Listen to article
Audio is generated by DropInBlog's AI and may have slight pronunciation nuances. Learn more

Hvað er Kuldi Sleeve?
- Kulda hlífin býður uppá byltingarkennda aðferð við kælingu sem er einföld í notkun og hentar öllum við allar aðstæður.

Hversu lengi þarf ég að frysta Kulda Sleeve?
"- Það tekur u.þ.b. 2 tíma í frysti að ná hámarks kælingu í vöruna.
- Við mælum með því að því að hafa frystinn á köldustu stillingu."

Hversu lengi heldur Kuldi Sleeve kælingunni?
"- Kuldi hlífin hefur verið hönnuð með það í huga að halda kælingu í 15-20 mínútur.
- 15-20 mínútur er sá tími sem sérfræðingar í endurheimt mæla með."

Er Kuldi Sleeve vatnsheld?
"- Kuldi er EKKI vatnsheld.
- Kjarni hlífarinnar er kæligel sem gæti leyst upp ef hann blotnar.
- Ytra lag hlífarinnar er úr ofnæmisprófuðu, bakteríudrepandi efni sem er heldur ekki vatnshelt."

Hvernig þríf ég Kulda Sleeve?
"- Við mælum með að þrífa hlífina með bakteríudrepandi þurrkum og
leyfa henni að þorna áður en hún er sett aftur í frystinn."

Þarf ég að geyma Kulda Sleeve í frystipokanum?
"- Já, við mælum með því að geyma Kulda í pokanum á meðan hún er í frysti til að koma í veg fyrir að hlífin blotni, eða dragi í sig lykt úr frystinum.
- Ef þú týnir pokanum þá getur þú notað hverskyns frystipoka sem er."

Get ég notað hlífina á æfingum?
"- Kuldi er hönnuð með það í huga að nýtast við endureimt eftir æfingu eða aðgerð.
- Þú getur þó hreyft þig að fullu með hlífina á þér og léttar hreyfiteygjur eða rólega leikfimi æfingar samhliða kælingu geta aukið árangur meðferðarinnar."

Get ég notað hlífina sem þrýstimeðferð (compression)?
"- Kuldi hlífin er fyrst og fremst ætluð sem kælimeðferð en hönnunin gerir þér kleift að nota hlífina sem þrýstimeðferð samhliða kælingunni.
- Fyrir aukinn þrýsting mælum við með að nota hlíf sem er 1-2 númerum minni en sú stærð sem er mælt með samkvæmt stærðarkortinu."

Virkar Kuldi Sleeve við náladofa?

"- Kælimeðferð getur deyft sársauka og þar af leiðandi minnkað taugaverki á meðan kælingu stendur. Kæling getur einnig hjálpað að minnka bólgur sem oft valda ertingum á taugum eins og náladofa."

Virkar Kuldi Sleeve gegn Krampa?

"- Kuldi Sleeve getur hjálpað til við að minnka sársauka eftir krampa og koma í veg fyrir óþarfa bólgur eftir krampann."

"- Krampi í vöðva myndast þegar vöðvinn er of teygður sem einskonar varnarbragð líkamans áður en hann rifnar eða sökum skorts á glúkósa sem er helsta orkulind vöðvans. Krampi í vöðva getur einnig myndast vegna skorts á söltum og steinefnum í líkamanum."

Er hægt að koma og máta vöruna?

"- Við erum aðallega með netverslun, en þó er hægt að máta og kaupa vöruna á nokkrum stöðum."

"- Endursölustaðirnir á Kulda Sleeve eru: Kírópraktor Lindum, Crossfit Reykjavík, Sportvörur og Kírópraktorstöðin."

"- Við mælum með að kynna sér opnunartíma hvers og eins áður en þið haldið af stað."

Virkar Kuldi Sleeve gegn bólgum?

"- Kuldi Sleeve getur hjálpað að koma í veg fyrir óþarfa bólgur eftir amstur dagsins og eða vegna meiðsla."

"- Kælimeðferð hægir á blóðflæði líkamans og kemur þannig í veg fyrir að óþarfa bólgur myndist ef notað er rétt."

"- Kæling getur einnig virkað sem verkjastillandi við verkjum sem koma oft vegna bólgu."

"- Athugið að þegar meiðsli er um að ræða er mikilvægt að bólga myndist til að byrja með til að hefja viðgerðar ferli líkamans fyrstu 24-48 tímana. Eftir það er mikilvægt að halda óþarfa bólgum í skefjum eftir bestu getu."

Er bara hægt að nota Kuldi Sleeve á hné?

"- Nei, Kuldi Sleeve hentar öllum þeim svæðum sem hann passar á eins og: hné, læri, kálfa, ökkla, framhandleggi, úlnliði, olnboga og upphandleggi."

Er ráðlagt að kæla fyrir æfingar?

"- Við mælum ekki með að kæla fyrir æfingar þar sem að kæling minnkar blóðflæði til vöðva og þar af leiðandi hægir á blóðrásarkerfinu okkar."

"-  Það að kæla fyrir æfingar getur einnig gert líkamann líklegri til þess að meiða sig."

"-  Kæling er stundum notuð fyrir hreyfingu eftir aðgerðir þegar sársauki er of mikill til að framkvæma hreyfingu í endurhæfingarferlinu í samráði við sjúkraþjálfara."

Hvort er betra að kæla eða hita?

"-  Hvort valin sé kælimeðferð eða hitameðferð veltur allt að því hvaða árangri fólk vill ná að hverju sinni."

"-  Kælimeðferð hægir á blóðflæði líkamans og getur minnkað sársauka með því að virkja skyntaugar líkamans á meðan hitameðferð eykur blóðflæði líkamans."

"-  Fyrir besta árangurinn eru þessar meðferðir notaðar til skiptis til að aðstoða endurheimta ferlið. Athugið að oft nægir til að notast við kælimeðferð samhliða hreyfingu sem eykur blóðflæði líkamans."

---

Stærðir og notkun

Hvaða stærð á ég að kaupa?
"-  Kuldi kemur í fjórum stærðum, sem er ætlað að passa á ólík svæði allt frá úlnliðum yfir í læri."

"-  Þú finnur stærðarleiðbeiningar okkar bæði hér og aftan á kassanum sem Kuldi Sleeve kemur í."

"-  Ef þú mælist á milli stærða þá mælum við með að taka stærri stærðina til að auðvelda notkun."

Er hægt að skipta um stærð á vörunni?

"-  Já það er ekkert mál að hafa samband við okkur og skipta um stærð ef varan er ónotuð."

---
Skiptir máli hvernig varan snýr?
"-  Á öðrum endanum á Kulda Sleeve er auka saumur og það er þrengri endinn."

"-  Klæddu þig alltaf í Kulda Sleeve í gegnum breiðari endann þar sem enginn auka saumur er."

« Til baka í yfirit