Um Kulda
kennitala: 490720-0300
Fólkið á bakvið Kulda!
Sveinn Gunnar Björnsson
Útskrifaðist sem Doctor of Chiropractic frá Life University í Atlanta Georgíu. Sveinn byrjaði að finna fyrir eymslum í baki 14 ára útfrá golfi. Eftir að hafa verið verkjaður í rúm 4 ár, misst allan mátt í fótum og átt erfitt með að ganga fann Sveinn Kírópraktík. Með þekkingu og meðhöndlun náði hann yfirhöndinni og heldur sér núna góðum og verkjalausum með reglulegum hnykkingum. Í gegnum allt þetta ferli fékk Sveinn ástríðu á að hjálpa fólki að lifa betra og heilbrigðara lífi. Samhliða námi sótti Sveinn hin ýmsu námskeið til að auka þekkingu sína. Meðal annars: Professional Applied Kinesiology, Graston, Sogskálameðferð (Cupping), Kinesiotaping, Functional Movement Screening (FMS) og TPI réttindi.
Evert Víglundsson
Ég er fæddur 1972 og uppalinn í þeim fallega bæ, sem ætti að vera höfuðstaður Íslands, Húsavík. Ég hef alla tíð verið viðriðinn íþróttir og hreyfingu og haft mikinn áhuga á því hvernig líkaminn virkar. Á síðustu árum hefur þessi áhugi þróast yfir í ástríðu fyrir öllu sem viðkemur BESTUN á líkama og sál og sú ástríða hefur meðal annars leitt mig í að taka þátt í þróun og sölu á Kuldi-Sleeve. Ég er því stoltur að mæla með Kulda vegna þess að ég veit að þessi vara mun hjálpa þér í ferðalaginu að persónulegri BESTUN.
Elías Guðmundsson
Ég kynnist Evert og Sveini á þeim tíma þegar ég er að byggja upp Gló Restaurant og fann í þeim sálufélaga um bættan lífstíl, heilsu og líðan. Það er því kærkomið tækifæri að fá að starfa með þeim að uppbyggingu Kuldi-Sleeve, móta og þróa vöruna þar sem ástríða þeirra fyrir heilsu fær að njóta sín.