Kuldi Sleeve kynnir með stolti samstarf okkar með körfuboltamanninum Kristófer Acox. Kristófer er einn af okkar frábæru íþróttafólki sem spilar körfu með Val með góðum árangri. Hann er gríðarlega kraftmikill leikmaður sem býr að miklum hæfileikum sem vart er að fylgjast með. Kristófer hefur átt einstaklega skemmtilegan feril og eitthvað segir okkur að hann sé rétt að byrja.
· Stundaði háskólabolta í Furman Univeristy í Suður Karólínu
· 4 ár á fullum skólastyrk í efstu deild háskólaboltans NCAA
· Atvinnumaður í körfubolta í Evrópu, Asíu og Íslandi
· Yfir 40 landsliðs leikir síðan 2015
· Þáttakandi í Eurobasket 2017 í Finnlandi
· 3x Íslandsmeistari í Körfubolta
· 2x MVP
Flest okkar vita að það getur verið gríðarlegt álag á líkamann að vera atvinnumaður í íþróttum og er Kristófer svo sannarlega engin undantekning á því. Til að halda sér í toppstandi fyrir körfuboltann æfir hann oft 2x á dag ásamt því að spila leiki og öllu því líkamlega viðhaldi sem því fylgir. Hann þarf þess vegna að hugsa sérstaklega vel um líkamann sinn alla daga og þar kemur Kuldi Sleeve sterkur inn.
‘‘Það eiginlega gæti ekki verið þægilegra og einfaldara að kæla með Kulda Sleeve‘‘.
Kristófer nefnir að Kuldi Sleeve hafi hjálpað honum persónulega við að takast á við sín meiðsli síðustu misseri þar sem lítill aðgangur hefur verið að endurnærandi búnaði eins og til dæmis köldum böðum sökum Covid-19. Kristófer finnst líka frábært að geta bara farið í frystinn og náð sér í Kulda Sleeve án allrar fyrirhafnar.
‘‘Þetta tekur enga stund og ég þarf ekki að hugsa um neitt mess frá bráðnuðum klökum. Svo er alveg frábært að fá þrýstinginn í þokkabót sem er nærri ógerlegt með poka fullan af klökum''.