Kuldi Sleeve kynnir Arnar Pétursson

Kuldi Sleeve kynnir Arnar Pétursson

Kuldi Sleeve kynnir með stolti samstarf okkar með hlauparanum, fyrirlesaranum og alls herjar orkuboltanum Arnari Péturs. Það er óhætt að segja að Arnar sé hlaupasnillingur mikill en hann er 39 faldur Íslandsmeistari í hinum ýmsu hlaupagreinum allt frá 1500m innanhús hlaupum upp í maraþon hlaup. Ásamt því að hlaupa, þjálfar hann marga hlaupara, heldur fyrirlestra og pælir mikið í persónulegri bestun. Arnar var kosinn Íþróttakarl Kópavogs 2020 og hefur hann tvisvar verið kosinn langhlaupari ársins af hlaup.is.

Til þess að ná góðum árangri í íþróttum er algjört lykilatriði að hugsa vel um endurheimt líkamans og hvernig hægt sé að verða aðeins betri í dag heldur en í gær. Þetta krefst mikils aga og kemur þá markmiðasetning sterk til leiks. Þetta eru atriði sem Arnar Péturs tekur mjög alvarlega og lítið annað í stöðunni þegar æfingar fara hátt upp í 13 skipti á viku. Arnar segist tileinka að minnsta kosti 3 klukkustundir á dag í æfingar og mest tileinkar hann um 5 klukkustundir í æfingar á dag. Þessar 3-5 klukkustundir innihalda hlaupaæfingar, andlegar æfingar og æfingar í kringum endurheimt líkamans sem geta skipt hvað mestu máli til að ná árangri að sögn Arnars. 

 

Arnar Pétursson og Kuldi Sleeve

Þar sem líkaminn hans Arnars er stöðugt undir miklu álagi skiptir gríðarlegu máli að passa uppá endurheimt líkamans og kemur Kuldi Sleeve sterkur þar inn. Hann segir að Kuldi Sleeve sé þægilegasta og auðveldasta leiðin til að kæla eftir æfingu! Hann nefnir líka að hann sofni reglulega með Kulda Sleeve á sér eftir æfingu enda sé kælingin á hárréttu hitastigi og veldur engum óþægindum. Ekki skemmir það heldur að geta kælt og haldið áfram með daginn, enda nóg um að vera hjá Arnari Péturs. 

 

‘‘Kuldi Sleeve er einfaldari og áhrifaríkari en aðrar leiðir af kælingu sem ég hef prófað hingað til‘‘.

Arnar Pétursson og Kuldi Sleeve

Kuldi Sleeve býður ykkur nú að sameinast Arnari Péturs í að endurnæra líkamann ykkar til þess að ná öllum ykkar settu markmiðun. Þið getið nælt ykkur í Kulda Sleeve hér á 15% afslætti með kóðanum: Arnar15

« Til baka í yfirit