Kuldi Sleeve kynnir Andreu Sif Pétursdóttur

Kuldi Sleeve kynnir Andreu Sif Pétursdóttur

Andrea Sif og Kuldi Sleeve

Kuldi Sleeve teymið kynnir með stolti okkar fyrsta samstarf með einni af skærustu fimleikastjörnu Íslands. Andrea Sif er fimleikakona uppalin hjá Stjörnunni og er hún mikilvægur partur í frábæru kvennalandsliði Íslands í fimleikum. Hún var aðeins 13 ára þegar hún var fyrst valin í unglingalandslið Íslands og hefur hún farið á öll Evrópumót síðan. Það má segja að Andrea Sif sé hokin af reynslu en hún hefur hlotið ansi marga titla á sínum unga starfsferli:

  • 2x Norðurlandameistari
  • 3x Íþróttakona Garðabæjar
  • 3x Íþróttamaður Stjörnunnar
  • 3x Fimleikakona Ársins hjá Fimleikasambandi Íslands
  • 4x Íslandsmeistari með meistaraflokki
  • 5x Bikarmeistari með Stjörnunni

 

Andrea Sif hlaut nýlega titilinn Íþróttamaður Ársins 2020 í Stjörnunni og óskum við henni hjartanlega til hamingju með það!

 Andrea Sif Íþróttamaður ársins 2020 í Stjörnunni

Þar sem Andrea Sif hefur í nógu að snúast heillaðist hún strax af Kulda Sleeve og segir hún að aðal vandamálið hingað til hefur verið að halda kælipokunum á svæðinu sem þarf að kæla. Hún hefu verið að notast við þá aðferð að setja kælipokann inn í eitt viskastykki og svo vafið öðru viskastykki utan um til að fá meiri þrýsting og halda þessu öllu á réttum stað.

''Með Kulda Sleeve er kæling loksins orðin einföld og þægileg.''

Hún bætir líka við að hingað til hafi hún oft þurft að velja á milli meðferðasvæða eins og framan og aftaná læri en nú sé það leyst því að Kuldi Sleeve veitir henni 360 gráða kælingu án mikillar fyrirhafnar. Nú er því ekkert í fyrirstöðunni hjá Andreu Sif en að kæla og endurnæra líkamann sinn.

 Kuldi Sleeve

Eins og flestir vita er gríðarlegt líkamlegt og andlegt álag að vera íþróttamaður og skilur Andrea Sif vel þá ábyrgð sem því fylgir. Kuldi Sleeve hefur sérstaklega hjálpað Andreu Sif síðustu mánuði þar sem mikið álag hefur verið á ökklunum hennar. Hún segir að erfitt sé fyrir líkamann að hætta stanslaust og byrja aftur sökum Covid-19.

''Það er yfirhöfuð mikið álag á ökklunum í fimleikum og þá sérstaklega undir lokin í svokölluðu Take-Off og loka lendingunni á keppnisdýnunni. Ég finn mikinn mun á ökklunum mínum eftir að geta kælt beint eftir æfingu.''

 

Andrea Sif og Kuldi Sleeve

Kuldi Sleeve býður ykkur núna að sameinast Andreu Sif í endurheimta vegferðinni og næla ykkur í Kulda Sleeve hér á afslætti með kóðanum: Andreasif15

« Til baka í yfirit